5.1.2008 | 01:27
Afmæli nálgast
Hundfúlt að eiga afmæli rétt á eftir jólunum. Skil ekki hvernig ég gat gleymt að hugsa útí það þegar ég fjölgaði mannkyninu fyrir þrettán árum. Ég nennti ekki að baka fyrir jólin, svo nú á ég uppsafnaða bökunarorku sem fær útrás á morgun. Ég man ekki hverjum ég er búin að bjóða í heimsókn um helgina, en ég verð í viðbragðsstöðu á sunnudaginn, í þeirri von að einhver vilji gleðja mig með nærveru sinni þá. Svo verður afgangasamkvæmi á mánudagskvöldið.
Athugasemdir
Sæl Guðrún mín. Get ekki mætt en mér finnst mjög auðvelt að baka í Kauptúni en ekki heima hjá mér
Til hamingju með strákinn. Megi nýja árið færa ykkur gleði og hamingju.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2008 kl. 13:07
Til hamingju með afmælisbarnið og þakka þér fyrir að gerast bloggvinur minn. Guð blessi þig og varðveiti á komandi ári.
Linda, 6.1.2008 kl. 01:31
Takk fyrir og velkomnar í bloggvinahópinn!
Guðrún Markúsdóttir, 7.1.2008 kl. 01:47
Til lukku með strákinn - svona aðeins á eftir áætlun
Ragnar Kristján Gestsson, 7.1.2008 kl. 20:23
Já humm, ég á náttúrulega við óskirnar - ekki strákurinn ...
Ragnar Kristján Gestsson, 7.1.2008 kl. 20:24
Til hamingju með afmælisbarnið. Maðurinn minn á afmæli í dag og ég er svo heppin að eiga slatta af afgangs-jólasmákökum ef einhver kíkir í kvöldkaffi.
Hvernig er það annars með þig - ertu ekki að spá í að koma í Suzuki-heimsókn til Reykjanesbæjar? Ég hef unnið með nokkrum Suzuki-fiðlukennurum - og Helle er sú langbesta.
Laufey B Waage, 8.1.2008 kl. 09:05
Hamingjuóskir mótteknar með þökkum! Til að þetta sé alveg á hreinu, þá átti ég afmæli í gær, en sonurinn á afmæli á fimmtudaginn, 10. janúar. Mér tókst að ná mér í flensupest, nógu slæma til að komast ekki í vinnu, en ekki svo slæma að ég geti ekki notið þess að eiga afmæli. Kannski væri mér batnað ef ég væri ekki alltaf að éta kökur - kökur og engiferseyði - mjög gott saman.
Guðrún Markúsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.