Gleðileg jól!

Kæru vinir, bloggvinir, ættingjar, vinnufélagar, skólasystkin og aðrir,

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þakka góðar samverustundir, og sérstakar kveðjur til bloggvina, sem hafa opnað mér nýjan heim á árinu sem er að líða. Einnig þakka ég sérstaklega öllum sem sýndu okkur samúð og báðu fyrir okkur á erfiðum tíma.

Nú vinn ég í leikskóla og hélt þar af leiðandi að jólaundirbúningurinn yrði mun auðveldari en áður, þar eð ég þarf ekki lengur að hafa vinnuna með mér heim. Sumt var reyndar auðveldara, en sending jólakorta fór hins vegar alveg út um þúfur. Fyrst kom vírus í tölvuna, svo hætti prentarinn að virka og þá hugsaði ég að ég mundi bara kaupa jólakort þetta árið - nógur tími til að hugsa um það - og svo voru bara allt í einu komin jól. Menn fá því engin jólakort frá mér þetta árið. En það er ekki þar með sagt að ég hugsi ekki til ykkar. Og nú er ég svo heppin að hafa bloggið til að bjarga mér fyrir horn. Ég álít að þeir sem ekki nenna að lesa það þeim sé einnig sama hvort ég sendi þeim jólakort eða ekki.

Af okkur er allt gott að frétta, jólaundirbúningur hefur að öðru leyti farið fram með hefðbundnum hætti og horfur á að jólin verði ánægjuleg.

And for the English speaking: Merry Christmas and a Happy New Year!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátíð, Guðrún mín. Mér dugar jólakveðja á blogginu  og segi bara eins og bæjarstjórinn á Akureyri: ,,Megi næsta ár verða eitt af þeim bestu í lífi þínu."

Eeeeeeeeennn....... þetta með súkkulaðikökuna hennar Anniku  ..............það má rota mann með henni. En við erum svo vel tennt að við gátum smakkað hana. Hún var góð á bragðið.........hmmm.........en bara HÖRÐ.   Baka hana skemur næst eða set lyftiduft í hana.

Dögg (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 19:54

2 identicon

Gleðilega hátíð kæra vinkona og takk fyrir netkveðjurnar Megi nýja árið vera þér og þínum gleðiríkt með óteljandi fallegum augnablikum. Bestu kveðjur til ykkar mæðgina.

Undir Hamrinum er húsmóðirin að fara að búa til áramótaísinn og ekki laust við að það sé dáldið notalegt inni í hlýjunni þegar óveðrið er allt í kring og rigningnin bylur á þakinu...

Kristrún (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Kæra frænka Áttaði mig of seint að það varst þú sem skaust framhjá mér útfrá heimilinu mínu í gær (ég var nýkominn í hlað og sat í bílnum) - kærar þakkir fyrir herlegheitin og kortið.

Hefði gjarnan vilja kyssa ykkur mæðgin á kinnina fyrir kynnin, næst verð ég sneggri í snúningum.   Gleðilegt ár !!

Ragnar Kristján Gestsson, 3.1.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Kæru vinir, takk fyrir kveðjurnar, og gleðilegt ár!

Dögg: Það á bara að baka kökuna í 20 mínútur!

Kristrún: Ætlaði að heimsækja þig í gær, en féll á tíma. Vonandi heimsækirðu mig í staðinn um næstu helgi. 

Dögg og Ragnar mega koma líka þá.

Guðrún Markúsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband