23.10.2007 | 00:15
Að gefnu tilefni
skal það tekið fram að ég er ekki prestur. Ég er kuldaskræfa. Kuldsæl. Lærði það nýyrði í dag af frænda mínum að norðan. Lá í vesaldómi í dag, en í gær komst ég á tónleika í Skálholtskirkju. Það var mjög skemmtilegt, framandi hljóðfæratónlist og Kammerkór Suðurlands (eðahvaðhannnúheitir). Kórinn söng alveg listavel og nógu var efnisskráin löng. Vægt rasssæri gerði vart við sig er á leið og skiljum við ekki alveg hvers vegna er ekki boðið upp á almennileg sæti í þessari flottu kirkju. Ég er á móti þeirri reglu að kirkjusæti eigi að vera óþægileg. Maður sofnar alveg jafn auðveldlega þótt sætin séu óþægileg. Betra að bjóða upp á góð sæti og skikka presta til að vera skemmtilega. Um daginn komst ég líka á tónleika í Sögusetrinu, þar spilaði Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðluna. Ótrúlega flott. Alltaf gaman að fara á tónleika í Sögusetrinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.