2.10.2007 | 18:13
Ég og mamma
Mamma var alltaf vön að geifla sig og gretta þegar einhver miðaði á hana myndavél, og svo kvartaði hún sáran yfir því hversu hún væri púkaleg á öllum myndum! Mér finnst hins vegar alveg öfugt, að ég líti alltaf betur út á myndum en þegar ég lít í spegil. Ég gretti mig nefnilega alltaf þegar ég lít í spegil. Þessi náðist af okkur heima hjá Gunnari og Ingu árið 2005, þar sem mamma gleymdi að gretta sig og ég er gleraugnalaus.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.