Þakka auðsýnda samúð

og hlýleg orð sem fram komu í athugasemdunum við síðustu færslu. Jarðarförin var fjölmenn og Jóhannes Hinriksson stóð sig vel í sínu nýja prestshlutverki. Söngvurum og hljóðfæraleikurum þakka ég sérstaklega fyrir þeirra framlag. Balázs og Kitty spiluðu frábærlega og Maríanna og Öðlingarnir sungu eins og englar. Óskari Einarssyni færi ég hér með sérstakar þakkir fyrir að bregðast skjótt við og útsetja Ævibrautina fyrir okkur. Halldór og Öðlingarnir fóru létt með að koma henni vel til skila. Margir hafa haft orð á því hve þetta var falleg athöfn. Það vantaði bara Jóu, sagði einhver.  En lífið heldur áfram. Hjálpsamur maður aumkaðist yfir okkur eftirlifendur og tók til í skemmunni í dag, svo nú þurfum við ekki að skammast okkar niður í tær fyrir að bjóða fólki útí fjós. Sá hinn sami skrúfaði líka brotnu rúðuna úr útihurðinni svo nú er blindu fólki óhætt að koma og banka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð kæra vinkona.

Mikið ertu dugleg. Alveg er ég viss um að útförin hafi verið góð.

Að öðru, hvernig með þessa mynd af þér? Mér finnst þetta ekkert vera í stíl við þig. þessi kona hefur ekkert mitti.

Guð blessi ykkur og styrki.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband