1.9.2007 | 00:32
- Hún er svo mikil gleðikona!
Þannig lýsti lítil stúlka móður minni, setning sem seint gleymist. Og orðið gleðikona öðlaðist þar með nýja og betri merkingu, því móðir mín var að sjálfsögðu afar siðprúð kona. Þeir sem minnast hennar núna tala allir um hvað hún hafi verið glöð, jákvæð og bjartsýn. Þessir eiginleikar komu sér vel í veikindum hennar síðasta árið. Hún áleit alltaf að sér hlyti að fara að batna, alveg fram á næst síðasta dag. Hún lést s.l. miðvikudag, 79 ára gömul. Blessuð sé minning hennar.
Útförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, laugardaginn 8. september, kl. 13:00
Athugasemdir
Sæl, gamla skólavinkona..... Gaman að sjá þig hérna á blogginu.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna mömmu þinnar.
Veit vel að lífið hefur ekki farið um þig mjög blíðum höndum, fæ stundum fréttir af þér. En þú varst ein af mínum fáu vinkonum í Hvolsskóla. Hef aldrei gleymt þér og hugsa oft til þín.
Kveðja; litla ljót, frá Smáratúni
fishandchips (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 00:41
Elsku Guðrún fræ, vinkona mín.
Ég var að kíkja á bloggarana og þá fann ég bréf frá þér og tilvísun yfir á bloggið þitt. Var búin að sjá bloggið þitt áður en skrifaði þá ekkert en nú bara verð ég.
Frábær fyrirsögn. "Hún var svo mikil gleðikona" Já mamma þín var alltaf glöð þegar ég hitti hana bæði heima fyrir og í Kotinu. Drottinn gaf og Drottinn tók.
Sendi þér mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi almáttugur Guð styrkja þig og vernda.
Dró orð fyrir þig. Jer. 29.11. "Ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hef í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð". Verði svo = AMEN.
Kær kveðja
Rósa á Vopnafirði.
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:58
Mínar dýpstu samúðarkveðjur Guðrún mín, samt með þeirri fullvissu að móðir þín sé nú þar sem gleðin er við völd.
Guð blessi þig.
Kristinn Ásgrímsson, 9.9.2007 kl. 07:18
Blessuð Guðrún!
Rakst á þig hér á víðáttum internetsins. Ég samhryggist þér, vissi ekki að móðir þín væri veik. Ég man varla eftir henni öðruvísi en brosandi. Guð blessi minningu hannar og blessi þig.
Kveðja frá Selfossi....
Erling Magnússon
Erling Magnússon (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.