11.8.2007 | 17:58
Kettir fást hér
Ég er ekki kattakona, en er hins vegar mjög hjálpsöm við að útvega fólki ketti. Ég hef ketti bara til þess að dýralíf haldist í jafnvægi á bænum og til að skemmta börnum. Sú var tíðin að þeir fjölguðu sér stjórnlaust í fjósinu, en nú hefur mér tekist að færa hjörðina að mestu inn í þvottahús, og villikettir heyra brátt sögunni til. Formóðir kattanna var mjög loðin og fróðir menn sögðu að hún væri líklega norskur skógarköttur. Hún settist upp hér að eigin frumkvæði og naut verndar móður minnar sem gat ekki horft upp á svangan kött. Svo komu kettlingar. Einu sinni komu fjórir gulir - og þeir fengu góð heimili og mikið hrós fyrir gæði. Á tímabili átti ég engan hund og þá var ein bröndótt - dóttir þeirrar loðnu - sem tók að sér það hlutverk - að vera hundur. Hún elti mig hvert sem ég fór og varð mjög gæf. Hún gaf okkur jólaköttinn árið 2005. Sá þótti ekki fríður. Sbr. mynd.
Þessi köttur breyttist í mikla fegurðardís með aldrinum og er nú kattamóðirin á bænum. Hún varð mjög loðin eins og amman og er orðin mjög virðuleg.
Af mömmu hennar er það að segja að hún flutti að heiman. Henni líkaði ekki við hundinn Lappa og eftir nokkurra ára baráttu fann hún sér nýtt heimili - hjá vinum mínum á Akri. Þar fæddust fimm kettlingar í sumar - einn er frátekinn, en mér skilst að hinir fjórir séu á lausu. Ég fór í dag að taka myndir.
Það er erfiðara en ég hélt að taka myndir af kettlingum. Þeir stoppa ekki! Gulur sýndi þessu þó örlítinn skilning.
Einn er röndóttur! Ég náði líka andlitinu:
Þeir sem hafa áhuga á að eignast þessa ketti vinsamlegast hafið samband á netfangið goodster@hive.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.