11.8.2007 | 01:59
Bloggvinir
My son takes after his father. That is fine, except when I sit down to have a cozy moment at the blog-business, with my tea, a new computer has been built next to the one I use and all the cords plugged out and replugged into the new monster. Of course nothing is put back the way it was and I have to spend time unraveling the mess and finding the right holes. And some programs have been updated - to make everything more complicated for me. And then he says: Too bad that you are not a computer expert!
Ég er þó komin svo langt að ég þykist vera búin að átta mig nokkurn veginn á blogginu. Ég er búin að sanka að mér ágætasta safni af bloggvinum, eins og sjá má, þar sem hver hefur sína sérstöku visku fram að færa. Anna frænka er frænka mín og nágranni, og það eitt er nóg til að nauðsynlegt sé að fylgjast með henni - verst að hún hefur eiginlega ekkert skrifað eftir að bloggvinátta okkar hófst! Mér finnst að hún ætti að fara að bæta úr því. Bjarki er merkismaður og hefur sérstaka köllun hér á blogginu - held ég - annars þekki ég hann ekki neitt. Svo eru hvítsynningaprestarnir, Snorri er sérfræðingur í Ísraelsfræðum með meiru, Kristinn er safnaðarhirðir og Böðvar- mrbig á örugglega eftir að láta að sér kveða. Jóna færir okkur stórskemmtilegar limrur á hverjum degi - þekki hana annars ekki neitt. Zoa, Nimbus og Edda eru algerlega í sérflokki hvað varðar skemmtanagildi - þekki þau heldur ekki. Nimbus og Einar eru nauðsynlegir í veðurfræðinni og stjörnufræðivefinn pantaði ég handa syninum. (Það er ekki að virka). Ég skipti mér ekki af pólitík, en Steinunn var samt pöntuð - hún titlar sig skógarbónda - og við erum líka mestu nágrannarnir - gott að vita hvernig henni gengur að rækta skjól handa mér! Þá er ótalin, síðast en ekki síst, trúkonan, sem er ágæt vinkona mín og nágranni. Tveir í viðbót hafa verið pantaðir - ekki víst að þau vilji mig - kemur í ljós. Sumir eru svo áberandi í umræðunni að það er óþarfi að gera þá að bloggvinum - maður les þá samt. - Þessi skrif kviknuðu vegna þess að ég var að lesa hugleiðingar annarra bloggara um tilgang bloggvina. Það sparar tíma að eiga bloggvini - og svo ímynda ég mér að það sé gaman fyrir bloggvinina að vita að einhver vilji fylgjast með því sem þeir skrifa. Einfalt mál. Nema þetta með tímasparnaðinn - það er tvíbent. Það er örugglega meiri tímasparnaður að blogga alls ekki. En ég ætla að horfa framhjá því í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.