Einu sinni keypti ég mér bíl

frekar stóran og mikinn. Ég hafði af þessu nokkurt samviskubit, svo ég fékk mér reiðhjól í leiðinni. Og hugsaði með mér að ég þyrfti ekki að nota þennan bíl svo mikið, ég gæti bara hjólað í vinnuna og notað bílinn til spari. Núna, fjórtán árum seinna, hefur bíllinn borið mig næstum tvöhundruðþúsund kílómetra, án þess að kvarta, en reiðhjólið hefur virkað vel sem statíf fyrir köngullóarvefi úti í skemmu. Nú skal verða breyting á þessu. Köngullærnar mega nú búast við því að verða viðraðar daglega á næstunni. Við fórum í eina bæjarferð í dag í blíðviðrinu og það var alveg dásamleg upplifun. Ég hef fengið mig fullsadda af hraða og stressi. Til hvers að vinna eins og vitleysingur og nota helminginn af laununum í að reka tvo bíla? Slow farm. Það er málið. Ég byrja í launalausu ársleyfi 1. ágúst. Ég hef þrjá daga til að æfa mig í slow life. Svo tekur alvaran við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband