7.7.2007 | 00:05
Vandræði leyst og heyskapur búinn - í bili
Ég var ekki fyrr búin að auglýsa eftir geymsluplássinu en vinkona, sem alltaf er vinur í raun, bauðst til að taka að sér allt heila klabbið. - Í gær birtist líka altmuligmaðurinn, svo nú verður ráðist í að mála þök - eða a.m.k. undirbúning þess - þá fimm daga sem hann ætlar að staldra við. Fleiri hjálparmenn eru velkomnir - lofthræðsla engin fyrirstaða - nóg tjaldstæði. Að því loknu verður hægt að huga að móðurættar-frænkusamkvæmi. Ég veit ekki hvort það þýðir nokkuð að tala við þessar frænkur hér, nema Guðnýju, hinar eru allar svo hlédrægar, og örugglega ekki tölvusjúklingar. Fróðlegt verður að sjá hvort þær gefa sig fram til að mótmæla þessum ummælum. Hvernig líst ykkur á föstudaginn þrettánda (Hm! hvað skyldi talnaspekingurinn segja við því - ætli það sé hentugt að halda frænkupartí þá?! 2007 er hvort sem er bara 9, og 13 og 9 bara ... eða hvernig var þetta...) Fimmtudagurinn tólfti kemur einnig til greina ef þið eruð mjög hjátrúarfullar - eru ekki hvort sem er allir í sumarfríi?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.