3.7.2007 | 10:45
Velkominn Snorri!
Fann loksins fólk úr alvöruheiminum, eina frænku og þrjá hvítsynninga. Enginn nema Snorri hefur gefið sig fram ennþá, en það er eðlilegt á þessum árstíma. Aldrei hefði ég trúað því á sjálfa mig að hanga í tölvunni á miðju sumri. Þetta blogg-vesen er orðið miklu skemmtilegra en mig óraði fyrir. Illgresið í gróðurhúsinu tekur glottandi á móti mér á hverjum degi, það blómstrar og býr sig nú undir að sá sér. Ég er hrædd um að ég verði að bregðast við því ekki seinna en í dag. Bless í bili.
Athugasemdir
Lappinn í sögunni þinni er ansi líkur Lappanum mínum. Hann er svona mikill varðhundur enda veitir svo sem ekki af á mínu heimili. Rífðu upp illgresið
Ragnheiður , 3.7.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.