1.7.2007 | 03:05
Vandi að velja
Ég sótti um inngöngu í tvo háskóla næsta vetur í fjarnámi. - Kennaraháskólann, vegna þess að síðustu 14 ár hef ég verið tónlistarkennari, og nú heimta menn á þeim bæ prófskírteini og pappíara. Ég sat á sínum tíma heilt ár í sálarfræði og tvö ár í heimspeki og hef eiginlega enga persónulega þörf fyrir að læra meira í þeim fræðum. Verst að ég skyldi ekki nenna að ljúka BA prófi þá. - Svo sótti ég líka um í Landbúnaðarháskólanum. Ég er viss um að það er miklu skemmtilegra. Vandinn er sá að ég efast stórlega um að afburða námshæfileikar mínir dugi til að stunda fjarnám í tveimur skólum í einu. Nú þarf ég að velja - eða borga dágóða upphæð fyrir að hugsa mig um lengur. Þeir allra nánustu telja að ég eigi að fara í Kennaraháskólann. Nú eru góð ráð vel þegin.
Athugasemdir
Fer eftir því hvað þú ert praktískt þenkjandi. Ég myndi alltaf velja það sem væri óskynsamlegra (svo fremi þú sért skynsöm ;) ) , það er á endanum það sem gefur lífinu gildi :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 1.7.2007 kl. 03:33
Ekki spurning, kenno fyrst og sidan landbunadarhaskolann.
Gudny Einars Pearson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 10:16
Ég hef nefnilega alla ævi (og nú eru árin komin vel á fimmta tug) verið ópraktísk í námsvali - og bara lært það sem mér virtist óskynsamlegt og skemmtilegt. E.t.v. er mál að breyta til, en frænka, ef ég klára fyrst landbúnaðarháskólann, þá dugar eitt ár í viðbót til að fá kennararéttindi - ég verð hvort sem er ekki píanókennari af því að fara í kennaraháskólann. Ég er ekki enn sannfærð.
Guðrún Markúsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 18:48
Takk Zoa fyrir að vilja vera bloggvinur minn. Þú ert tvímælalaust skemmtilegasti bloggarinn, ég sá það þegar ég álpaðist af tilviljun inn á síðuna þína um daginn. Ég mundi hiklaust giftast þér ef ég væri af hinu kyninu, en þar sem ég er byrjandi í bloggfaginu fann ég ekki réttu takkana til að svara skoðanakönnuninni. Takk fyrir góð ráð, ef ég hefði framtakssemi á við þig mundi ég hiklaust fara í landbúnaðarháskólann og hefja síðan einhvern _skynsamlegan rekstur á jörðinni minni. En ég er skræfa, svo e.t.v. fer ég að ráðum frænkunnar hér að ofan. Ég mæli með við frænku að hún skoðin síðuna þína.
Guðrún Markúsdóttir, 1.7.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.