Tískuþáttur Guðrúnar

 

Í dag, föstudag, var hefðbundið pítsuát á besta pítsustað í heimi, Gallery Pizza. Á leiðinni þangað tók ég eftir því að ég hafði gleymt að klæða mig sómasamlega á efri hlutanum. Veðrið var svo gott að ég álpaðist út á náttskyrtunni. Hún er reyndar bara einhver stuttermabolur, og í þetta sinn var hann grár með gati - ekki mjög smart. Og hárið sneri örugglega líka öfugt - angandi af nýlegri fjósalykt. En þar eð menn mæta iðulega í vinnugallanum á þennan ágæta veitingastað, þá hafði ég ekki mjög miklar áhyggjur af þessum smáatriðum. Enda komst ég brátt að því að ég var alls ekki verst klædd á staðnum. Einhver náungi hafði nefnilega gleymt að gyrða sig. Báðar rasskinnarnar löfðu út fyrir buxnastrenginn ... Ekki beint til að örva matarlystina - hvað þá aðrar ónefndar hvatir. Hann var þó til allrar hamingju greinilega í nokkuð snyrtilegum nærbuxum.

Einu sinni í vetur reyndi ég að fá son minn 12 ára til að gyrða sig almennilega. Hann brást ókvæða við og spurði hvort ég vildi að hann liti út eins og hommi. Nú er ég sumsé búin að læra að það sé hommalegt að gyrða sig. Mér finnst samt eitthvað bogið við þetta allt saman. Eru ekki helstu forkólfarnir í tískuheiminum hommar? Hverjum skyldi hafa dottið í hug að það væri smart að láta rasskinnarnar lafa út fyrir buxnastrenginn? ... Hverjum datt í hug á sínum tíma að það væri smart að ganga í buxum sem væru rifnar á rassinum og láta skína í nærbuxurnar? ...  Mig grunar að þetta sé ekkert annað en snjallt samsæri. Ungir menn hafa heldur betur látið glepjast í þessum efnum. Eða eru einhverjar dömur tilbúnar að játa að þeim finnist þetta flott tíska?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband