1.6.2007 | 00:38
Fyrsta tilraun
Ég er að velta fyrir mér hvort ég verði ekki að fylgja straumnum og viðra hugsanir mínar á almannafæri. Mér skilst að það sé enginn maður með mönnum nema hann bloggi. Mér hefur reyndar ekki dottið neitt gáfulegt í hug nýlega, og opnun þessarar bloggsíðu var mesta afrekið mitt í dag. Annað sem ég gerði í dag var að halda örtónleika í leikskóla. Ég fór með þrjá litla fiðlunemendur mína og við spiluðum fyrir hóp af enn minni börnum. Það var mjög þakklátur áheyrendahópur og kom mér mjög á óvart. Ég hafði búist við að þau mundu halda fyrir eyrun og jafnvel púa og æpa á okkur. En aldeilis ekki. Þau hlustuðu af athygli, stillt og prúð. Þar sannaðist enn og aftur hve við vanmetum oft börnin okkar. Börn geta meira en við höldum. Það þarf bara að gefa þeim tækifæri. Ég hef sko verið að kynna mér kenningar Suzukis. Hann vissi hvað hann söng.
Athugasemdir
Sammála;) Ég hætti að vera ekki maður með mönnum og byrjaði að viðra hugsanir mínar á almannafæri en þó helst fyrir vini mína til að lesa svo eignast maður líka vini þegar hinir koma með:) Velkomin:)
Bjarki Tryggvason, 1.6.2007 kl. 00:44
Takk, alltaf gott að eiga vini.
Guðrún Markúsdóttir, 9.6.2007 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.