Færsluflokkur: Matur og drykkur

Hætt

að éta hrefnukjöt!!! Í fyrra komst ég á bragðið og fannst þetta bara mjög gott og unglingurinn hámaði þetta í sig líka með góðri lyst, en nú hefur meðferðin eitthvað breyst. Kryddlegið hrefnukjöt þykir ekki lengur gott hér á mínu heimili. Því miður, því ég hef mikla samúð með hvalveiðum og var mjög ánægð með að hrefnuveiðimenn skyldu geta framleitt þessa gæðavöru. Eitthvað hefur klikkað.

Uppskriftir

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta hér leiðbeiningar um brauðgerð og kökubakstur. 

Brauðið lærði ég upphaflega af frænku minni, Sigurlínu Jóhannsdóttur, en súkkulaðikakan kemur frá Anniku, vinkonu minni á Ysta-Skála. Minni háttar breytingar hafa verið gerðar.

 

Langagerðisbrauð

 

1 lítri hveiti

½ lítri heilhveiti

1 ½ tsk. salt

5 tsk þurrger

(mjólkurduft – má sleppa)

slatti súrmjólk

minni slatti græn olífuolía

volgt vatn eftir þörfum

 

Hrært saman og látið lyfta sér. Uppskriftin nægir í tvö stór brauð eða fjögur lítil. Gott er að nota þetta í fléttur með rabarbara og rúsínum (og sumir vilja hafa kanel).

  

Súkkulaðikaka Anniku (birt með leyfi)

 

4 egg

6 dl sykur

2 tsk vanillusykur

8 msk kakó

½ tsk salt

3 dl hveiti

2 dl brætt smjör

 

Allt hrært saman. Bakað í tveimur tertumótum í 20 mínútur við 200° C

Súkkulaði og smjör brætt saman til að hafa ofaná. Muldum hnetum stráð yfir og borið fram með rjóma. Við álítum að það ættu að vera vanilludropar í þessari uppskrift, ástæðan fyrir því að það er vanillusykur er sú að Svíar kunna ekki að nota vanilludropa. Annika kann það - enda orðin Íslendingur fyrir löngu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband