18.7.2010 | 01:55
Ómar er frábær!
Ómar Ragnarsson fær milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2010 | 23:16
Sumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 12:55
Veðurblogg
Ekki af því að ég hafi ekki nóg annað að gera... Ég hef lengi vitað að ég byggi á góðum stað. Nú heyri ég í fréttum að það sé kolófært í Vestmanneyjum og vont veður í Vík, Selfossi og - takið eftir - Landeyjum! Mér skilst að á þessum stöðum hafi kyngt niður snjó með tilheyrandi roki. En þar sem ég nú horfi út um gluggan sé ég bara nokkur gömul snjókorn í garðinum en svo er auð jörð alveg suður að Hemlu. Og hér er bara blíða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2009 | 18:44
Myndir
Fór í gær út að aka með Markúsi - en gleymdi myndavélinni. Svo ég notaði tækifærið í dag þegar Kristrún kom í hressingargöngu að bjóða henni að skoða þennan fallega foss sem leynist í nágrenninu. Hún er snillingur í að taka myndir, eins og hér sést, hún náði okkur báðum í einu - og fossinum. Fossinn var að mestu í klakaböndum og ef við hefðum stoppað þarna lengur hefði farið eins fyrir okkur.
Fleiri myndir úr þessari ferð eru hér og í albúmi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2009 | 02:16
Jólafrí!
Og bara rafræn jólakort þetta árið. This is your Christmas Card.
Því miður er þetta ekki mynd af Markúsi og Lappa.
En við getum bara látið sem svo sé.
(Náði henni af Fésbók og vona að eigandanum sé sama).
(Thank you Facebook).
Af okkur er allt gott að frétta. Markús dafnar vel og Ólafur Elí er búinn að kenna honum að reikna. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir og sendum honum góðar jólakveðjur.
Hér er engin kreppa og nóg vinna á öllum vígstöðvum. Ég vinn hálfa vinnu í móttökunni á Hótel Rangá og hef nóg að gera í kennslu þess utan. Nemendur mínir eru allir frábærir - sjá www.tona.blog.is Þeir eru búnir að koma fram á tvennum tónleikum nú á jólaföstunni. Fyrst í Selinu á Stokkalæk og síðan á Kirkjuhvoli þar sem við spiluðum fyrir gamla fólkið. Þá eru ótaldir allir stofutónleikarnir í Langagerði og á Eldstó. Sérstakar þakkir fær Guðrún María Guðmundsdóttir. Við hlökkum til að spila meira með henni á nýja árinu.
Alltaf er nóg að gera í viðhaldi á húsakostinum. Við bíðum enn eftir að Einar Skaft og félagar ljúki við að leggja gólfið í fjósið. Það hefst vonandi á næsta ári. Erfitt að eiga við þessa iðnaðarmenn. Það dró þó til tíðinda nú í desember þegar maður nokkur birtist með glugga. Í góðærinu mátti ég sofa í gluggalausu herbergi í mörg ár og var alveg búin að gefa upp vonina um að það mundi breytast. En nú mátti smiðurinn loksins vera að því að koma. Hallelúja - en ekki alveg amen. Hann smíðaði nebbla bara einn glugga. Svo reyndi hann að telja mér trú um að ég þyrfti ekki annan!!! Ég var næstum búin að láta sannfærast - þegar ég sá hvað nýi glugginn var fínn. Ég ætla að fá annan glugga. Ég vona bara að það komi ekki annað góðæri á meðan. Þessi umræddi smiður fær að njóta nafnleyndar hér á þessu bloggi. Við óskum honum líka gleðilegra jóla.
Svo er ég búin að mála dálítið innanhúss. Ég hefði getað haldið því áfram, en ég ákvað að pakka niður penslunum af því að það eru að koma jól. Vonandi finnum við jólatré á morgun í kuldanum.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2009 | 22:16
Impressed
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2009 | 18:49
Þessi maður
Jón Gnarr í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2009 | 17:39
Smalamennska
Við mæðginin vorum svo heppin að fá að fara í smalamennsku í gær. Drengnum var ekið ásamt öðrum uppá fjall að sækja kindurnar, en ég átti að vera í fyrirstöðu. Þetta var auðvitað í Fljótsdal. Mér var bent að rölta upp snarbratta brekku meðfram á og finna vað - sem átti að blasa þar við - og þar mátti ég búast við að þurfa að bíða a.m.k tvo tíma. Þegar ég leit upp brekkuna sýndist mér að ég mætti þakka fyrir ef það tæki mig minna en tvo tíma að klöngrast upp. Anna frænka mín hleypur upp svona brekkur á nokkrum mínútum, en ég er ekki alveg svo spræk. Ég þrammaði af stað og naut útsýnisins. Þarna er alveg ótrúlega fallegt. Áin rennur í djúpu gljúfri - betra að horfa ekki mikið niður - Tindfjöllin blöstu við þegar ég leit upp og virtust vera ótrúlega nálægt, þakin snjó. Í baksýn voru jöklarnir. Veðrið var dásamlegt, blankalogn og bjart. Þegar ég komst upp á brún fór ég að svipast um eftir vaðinu, en sá bara miklagljúfur svo langt sem augað eygði. Þökk sé farsímum að Anna gat hringt í mig og fullvissað mig um að ég væri á réttum stað. Við nánari athugun sáust nokkrar kindagötur sem bentu til þess að þarna gætu skjáturnar mögulega farið yfir. Eftir umsaminn tíma sást til kinda. Fór það ekki betur en svo að heill hópur ruddist framhjá mér yfir vaðið og lét sig engu skipta þótt ég æpti og öskraði og baðaði út öllum öngum. Harla sneypuleg frammistaða. Ég hallast að því að þetta fé sé eitthvað í ætt við Tálknafjarðarskjátur þær sem nýverið komust í sjónvarpið. Næst ætla ég að hafa með mér myndavél. Líka næst þegar ég fer í búðina. Sbr. síðustu færslu á Facebook.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2009 | 14:05
Nú!
Átti að vera vinaleg kveðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2009 | 23:43
Flygilvígsla
Var að koma af tónleikum í Selinu á Stokkalæk. Drengur var sendur út um allan heim að finna besta flygilinn - og viti menn, hann fannst! Ótrúlega flott. Ég sem hélt að ég ætti flottasta hljóðfæri í heimi!!! (hahaha) Og svo spilaði drengurinn eins og engill. Víkingur Heiðar Ólafsson. Svona eiga útrásarvíkingar að vera. Situr í útlandinu og útsetur íslensk sönglög fyrir píanó svo allur heimurinn geti fengið að kynnast tónlistinni okkar - án þess að ástkæra ylhýra hrognamálið sé að trufla. Hann er snillingur. Og nú getur hann komið hingað í sveitina og spilað fallegu útsetningarnar sínar á þetta flotta hljóðfæri. Og ekki bara hann, heldur við hin líka. Hjónin á Stokkalæk eiga heiður skilinn. Svona fólk á að fá Fálkaorðuna. Engin orð duga heldur til að lýsa fegurð hljóðfærisins. Menn verða bara að fara sjálfir og heyra með eigin eyrum. Skoðið þetta: http://www.stokkalaekur.is/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)