Flygilvígsla

Var að koma af tónleikum í Selinu á Stokkalæk. Drengur var sendur út um allan heim að finna besta flygilinn - og viti menn, hann fannst! Ótrúlega flott. Ég sem hélt að ég ætti flottasta hljóðfæri í heimi!!! (hahaha) Og svo spilaði drengurinn eins og engill. Víkingur Heiðar Ólafsson. Svona eiga útrásarvíkingar að vera. Situr í útlandinu og útsetur íslensk sönglög fyrir píanó svo allur heimurinn geti fengið að kynnast tónlistinni okkar - án þess að ástkæra ylhýra hrognamálið sé að trufla. Hann er snillingur. Og nú getur hann komið hingað í sveitina og spilað fallegu útsetningarnar sínar á þetta flotta hljóðfæri. Og ekki bara hann, heldur við hin líka. Hjónin á Stokkalæk eiga heiður skilinn. Svona fólk á að fá Fálkaorðuna. Engin orð duga heldur til að lýsa fegurð hljóðfærisins. Menn verða bara að fara sjálfir og heyra með eigin eyrum. Skoðið þetta: http://www.stokkalaekur.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Frábært, ömurlegt að missa af þessu, bjáninn ég ...

G.Helga Ingadóttir, 20.10.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband